Friðrik Dór í rokkið á ný 30. desember 2010 06:00 Popparinn Friðrik Dór ætlar að spila með gömlu félögunum úr hljómsveitinni Fendrix í kvöld á A. Hansen bar í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli „Fendrix er einhver magnaðasta unglingahljómsveit sem komið hefur upp í hafnfirsku tónlistarlífi," segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson. Friðrik og félagar hans stofnuðu rokkhljómsveitina Fendrix þegar þeir voru í 8. bekk í Setbergsskóla í Hafnarfirði, en bandið lifði ekki lengi og sneru meðlimir sér fljótlega að öðru. Í kvöld ætla liðsmenn Fendrix að halda „comeback" tónleika á A. Hansen bar í Hafnarfirði. „Fendrix var rosalegt band. Við kepptum í Músíktilraunum árið 2003 og komumst á úrslitakvöldið en unnum ekki," segir Friðrik Dór, sem barði trommurnar í bandinu. Hann segir að það hafi verið brandari lengi vel að koma með „comeback" og nú ætli þeir að láta verða af því. „Dagskráin verður örugglega ekki löng. Við vorum með einhver þrjú, fjögur lög á sínum tíma en ætlum vonandi að frumflytja nýtt lag sem verður örugglega það þyngsta í sögu Fendrix," segir Friðrik, léttur í bragði. Hann sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við Fendrix á sínum tíma. „Það var ýmislegt annað sem heillaði. Ég fór líka í fýlu eftir Músíktilraunirnar en ég er mjög tapsár maður," segir Friðrik, sem hefur að mestu sagt skilið við rokkið. Páll Fannar Pálsson, liðsmaður Fendrix, segist ekkert vera fúll yfir því að Friðrik Dór hafi hafið sólóferil. „Hann Frikki er flottastur og hefur alltaf verið flottastur, við erum bara ánægðir með hann."- ka Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Sjá meira
„Fendrix er einhver magnaðasta unglingahljómsveit sem komið hefur upp í hafnfirsku tónlistarlífi," segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson. Friðrik og félagar hans stofnuðu rokkhljómsveitina Fendrix þegar þeir voru í 8. bekk í Setbergsskóla í Hafnarfirði, en bandið lifði ekki lengi og sneru meðlimir sér fljótlega að öðru. Í kvöld ætla liðsmenn Fendrix að halda „comeback" tónleika á A. Hansen bar í Hafnarfirði. „Fendrix var rosalegt band. Við kepptum í Músíktilraunum árið 2003 og komumst á úrslitakvöldið en unnum ekki," segir Friðrik Dór, sem barði trommurnar í bandinu. Hann segir að það hafi verið brandari lengi vel að koma með „comeback" og nú ætli þeir að láta verða af því. „Dagskráin verður örugglega ekki löng. Við vorum með einhver þrjú, fjögur lög á sínum tíma en ætlum vonandi að frumflytja nýtt lag sem verður örugglega það þyngsta í sögu Fendrix," segir Friðrik, léttur í bragði. Hann sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við Fendrix á sínum tíma. „Það var ýmislegt annað sem heillaði. Ég fór líka í fýlu eftir Músíktilraunirnar en ég er mjög tapsár maður," segir Friðrik, sem hefur að mestu sagt skilið við rokkið. Páll Fannar Pálsson, liðsmaður Fendrix, segist ekkert vera fúll yfir því að Friðrik Dór hafi hafið sólóferil. „Hann Frikki er flottastur og hefur alltaf verið flottastur, við erum bara ánægðir með hann."- ka
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Sjá meira