Kvörtunum rignir yfir FM 957 vegna mellulags Erps 7. ágúst 2010 06:00 Erpur Eyvindarson tekur við tónlistarverðlaunum FM 957 fyrr á árinu sem besti sólótónlistarmaðurinn. Svali á FM 957 skilur vel kvartanirnar sem hafa borist vegna lags Erps og Emmsjé Gauta. fréttablaðið/vilhelm Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira