Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare 26. október 2010 06:00 Það verður ekkert grín fyrir Högna Egilsson að semja tónlist við Ofviðrið eftir William Shakespeare. Hér er tónlistarmaðurinn á sínum fyrsta fundi með leikstjóranum Oskaras Korsunovas og fólki sem vinnur að sýningunni. Fréttablaðið/GVA „Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. Högni segist hlakka mikið til þessa verkefnis en hann samdi tónlist fyrir leikrit í Listaháskóla Íslands sem frumsýnt var um jólin. Vinnan uppi í Borgarleikhúsi verður án nokkurs vafa þó eilítið ný fyrir hann. „Þetta bar nokkuð brátt að en maður getur ekki sagt nei við Shakespeare,“ segir Högni. Töluverð tónlist verður í verkinu enda mun Íslenski dansflokkurinn taka virkan þátt í því. Högni sagðist ekki vera farinn að leggja drög að tónlistinni sjálfri en sagði verkið vera spennandi. „Þetta er mjög óræð saga með undarlegt sögusvið sem gefur mikið rými til túlkunar,“ útskýrir Högni. Hjaltalín tekur ekki þátt í jólatónaflóðinu þetta árið með nýrri plötu en sveitin mun hins vegar koma fram á allnokkrum tónleikum, meðal annars í Hofi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá er á dagskrá sveitarinnar tónleikaferð í desember þannig að tónskáldið Högni mun þurfa að halda nokkuð vel á spöðunum. „Maður verður að haga tíma sínum skynsamlega ef þetta á að hafast,“ segir Högni en auk þess er nú verið að leggja lokahönd á tónleikamynd sem koma á út á næstunni. Þar verður tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerð góð skil. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira
„Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. Högni segist hlakka mikið til þessa verkefnis en hann samdi tónlist fyrir leikrit í Listaháskóla Íslands sem frumsýnt var um jólin. Vinnan uppi í Borgarleikhúsi verður án nokkurs vafa þó eilítið ný fyrir hann. „Þetta bar nokkuð brátt að en maður getur ekki sagt nei við Shakespeare,“ segir Högni. Töluverð tónlist verður í verkinu enda mun Íslenski dansflokkurinn taka virkan þátt í því. Högni sagðist ekki vera farinn að leggja drög að tónlistinni sjálfri en sagði verkið vera spennandi. „Þetta er mjög óræð saga með undarlegt sögusvið sem gefur mikið rými til túlkunar,“ útskýrir Högni. Hjaltalín tekur ekki þátt í jólatónaflóðinu þetta árið með nýrri plötu en sveitin mun hins vegar koma fram á allnokkrum tónleikum, meðal annars í Hofi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá er á dagskrá sveitarinnar tónleikaferð í desember þannig að tónskáldið Högni mun þurfa að halda nokkuð vel á spöðunum. „Maður verður að haga tíma sínum skynsamlega ef þetta á að hafast,“ segir Högni en auk þess er nú verið að leggja lokahönd á tónleikamynd sem koma á út á næstunni. Þar verður tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerð góð skil. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira