Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare 26. október 2010 06:00 Það verður ekkert grín fyrir Högna Egilsson að semja tónlist við Ofviðrið eftir William Shakespeare. Hér er tónlistarmaðurinn á sínum fyrsta fundi með leikstjóranum Oskaras Korsunovas og fólki sem vinnur að sýningunni. Fréttablaðið/GVA „Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. Högni segist hlakka mikið til þessa verkefnis en hann samdi tónlist fyrir leikrit í Listaháskóla Íslands sem frumsýnt var um jólin. Vinnan uppi í Borgarleikhúsi verður án nokkurs vafa þó eilítið ný fyrir hann. „Þetta bar nokkuð brátt að en maður getur ekki sagt nei við Shakespeare,“ segir Högni. Töluverð tónlist verður í verkinu enda mun Íslenski dansflokkurinn taka virkan þátt í því. Högni sagðist ekki vera farinn að leggja drög að tónlistinni sjálfri en sagði verkið vera spennandi. „Þetta er mjög óræð saga með undarlegt sögusvið sem gefur mikið rými til túlkunar,“ útskýrir Högni. Hjaltalín tekur ekki þátt í jólatónaflóðinu þetta árið með nýrri plötu en sveitin mun hins vegar koma fram á allnokkrum tónleikum, meðal annars í Hofi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá er á dagskrá sveitarinnar tónleikaferð í desember þannig að tónskáldið Högni mun þurfa að halda nokkuð vel á spöðunum. „Maður verður að haga tíma sínum skynsamlega ef þetta á að hafast,“ segir Högni en auk þess er nú verið að leggja lokahönd á tónleikamynd sem koma á út á næstunni. Þar verður tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerð góð skil. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
„Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði. Högni segist hlakka mikið til þessa verkefnis en hann samdi tónlist fyrir leikrit í Listaháskóla Íslands sem frumsýnt var um jólin. Vinnan uppi í Borgarleikhúsi verður án nokkurs vafa þó eilítið ný fyrir hann. „Þetta bar nokkuð brátt að en maður getur ekki sagt nei við Shakespeare,“ segir Högni. Töluverð tónlist verður í verkinu enda mun Íslenski dansflokkurinn taka virkan þátt í því. Högni sagðist ekki vera farinn að leggja drög að tónlistinni sjálfri en sagði verkið vera spennandi. „Þetta er mjög óræð saga með undarlegt sögusvið sem gefur mikið rými til túlkunar,“ útskýrir Högni. Hjaltalín tekur ekki þátt í jólatónaflóðinu þetta árið með nýrri plötu en sveitin mun hins vegar koma fram á allnokkrum tónleikum, meðal annars í Hofi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá er á dagskrá sveitarinnar tónleikaferð í desember þannig að tónskáldið Högni mun þurfa að halda nokkuð vel á spöðunum. „Maður verður að haga tíma sínum skynsamlega ef þetta á að hafast,“ segir Högni en auk þess er nú verið að leggja lokahönd á tónleikamynd sem koma á út á næstunni. Þar verður tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands gerð góð skil. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira