Jamie Oliver hjólar í Ramsay 11. desember 2010 11:30 Jamie Oliver og Gordon Ramsay eru ekki vinir ef marka má skammir Olivers yfir Indlandsferð Ramsays í breska blaðinu Daily Mail. Jamie Oliver húðskammar Gordon Ramsay í viðtali við breska blaðið Daily Mail. Ramsay fór nýlega til Indlands og kynnti sér matargerð þar ásamt tökuliði Channel 4 og var afraksturinn sýndur í sjónvarpsþáttaröð Ramsay, Gordon's Great Escape. Oliver var ekki sáttur við framgöngu Ramsay sem er þekktur fyrir blótsyrði og ögrandi framkomu og þótti Gordon hafa sýnt indverskri matargerð vanvirðingu í þáttunum. Ramsay líkti á einum stað indverskum gúrú við jólasvein og blótaði öllu í sand og ösku. Oliver viðurkennir að hann hafi langað að fara til Indlands og gera matreiðsluþátt. „En nú, þegar Gordon Ramsay er búinn að gera það, verð ég að bíða í þrjú ár," segir Oliver og bætir því við að fara á framandi slóðir og kynnast nýrri matarmenningu sé eitt það skemmtilegasta í starfinu. „Ég hefði verið sáttur við Indlandsferð Ramsay ef hann hefði gert þetta sómasamlega. En hann gerði það ekki, hann sýndi viðfangsefninu vanvirðingu. Þegar þú heimsækir aðra menningu lokar þú munninum, hlustar og brosir. Og svo ferðu heim og nýtir þér reynsluna," segir Oliver. „Þú stendur ekki bara og öskrar á fólk eða dæmir það, þú hefur engan rétt á því. Þú átt að vera auðmjúkur." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kastast í kekki milli þeirra Olivers og Ramsays en þeir verða að teljast frægustu sjónvarpskokkar heims. Fyrr á þessu ári sagði Oliver að Tana, eiginkona Ramsay, væri betri kokkur en karlinn. Ramsay svaraði fyrir sig, sagðist vera matreiðslumeistari á meðan Oliver væri bara kokkur. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Jamie Oliver húðskammar Gordon Ramsay í viðtali við breska blaðið Daily Mail. Ramsay fór nýlega til Indlands og kynnti sér matargerð þar ásamt tökuliði Channel 4 og var afraksturinn sýndur í sjónvarpsþáttaröð Ramsay, Gordon's Great Escape. Oliver var ekki sáttur við framgöngu Ramsay sem er þekktur fyrir blótsyrði og ögrandi framkomu og þótti Gordon hafa sýnt indverskri matargerð vanvirðingu í þáttunum. Ramsay líkti á einum stað indverskum gúrú við jólasvein og blótaði öllu í sand og ösku. Oliver viðurkennir að hann hafi langað að fara til Indlands og gera matreiðsluþátt. „En nú, þegar Gordon Ramsay er búinn að gera það, verð ég að bíða í þrjú ár," segir Oliver og bætir því við að fara á framandi slóðir og kynnast nýrri matarmenningu sé eitt það skemmtilegasta í starfinu. „Ég hefði verið sáttur við Indlandsferð Ramsay ef hann hefði gert þetta sómasamlega. En hann gerði það ekki, hann sýndi viðfangsefninu vanvirðingu. Þegar þú heimsækir aðra menningu lokar þú munninum, hlustar og brosir. Og svo ferðu heim og nýtir þér reynsluna," segir Oliver. „Þú stendur ekki bara og öskrar á fólk eða dæmir það, þú hefur engan rétt á því. Þú átt að vera auðmjúkur." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kastast í kekki milli þeirra Olivers og Ramsays en þeir verða að teljast frægustu sjónvarpskokkar heims. Fyrr á þessu ári sagði Oliver að Tana, eiginkona Ramsay, væri betri kokkur en karlinn. Ramsay svaraði fyrir sig, sagðist vera matreiðslumeistari á meðan Oliver væri bara kokkur.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira