Enski boltinn

West Ham í sambandi við PSG út af Kezman

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mateja Kezman.
Mateja Kezman. Nordic photos/AFP

Sky Sports fréttastofan kveðst hafa heimildir fyrir því að forráðamenn West Ham hafi sett sig í samband við forráðamenn Paris St Germain út af framherjanum Mateja Kezman.

Hinn þrítugi Kezman er kominn aftur til PSG eftir lánstíma hjá Zenit frá Pétursborg en hann er ekki sagður vera í framtíðarplönum knattspyrnustjórans Antoine Kombouare hjá PSG.

West Ham hefur verið orðað við marga framherja síðustu daga og má þar nefna Mido hjá Middlesbrough, Ilan hjá St. Etienne, Robbie Keane hjá Tottenham og Benni McCarthy hjá Blackburn en búist er við því að formlega verði tilkynnt um félagsskipti þess síðast nefnda fljótlega.

Þá hefur Sky Sports birt myndir af Brasilíumanninum Ilan á Upton Park og því allt útlit fyrir að hann gangi til liðs við West Ham á láni út tímabilið í það minnsta en hann verður reyndar samningslaus næsta sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×