Enski boltinn

Hull hafnaði kauptilboði Wolves í Hunt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stephen Hunt.
Stephen Hunt. Nordic photos/AFP

Sky Sports fréttastofan hefur greint frá því að forráðamenn Hull hafi hafnað kauptilboði Wolves í harðjaxlinn Stephen Hunt.

Wolves er búið að vera á höttunum eftir Hunt síðustu vikur en síðasta kauptilboð félagsins hljóðaði upp á 5 milljónir punda.

Hull gekk frá kaupum á írska landsliðsmanninum Hunt síðasta sumar á 3,5 milljónir punda frá Reading en miðjumaðurinn er búinn að leika mjög vel með Hull á yfirstandi tímabili en félagið er í harðri fallbaráttu og því ekki skrýtið að það vilji ekki sleppa hendinna af Hunt til félags sem er einnig í bullandi fallhættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×