Norrænt velferðarLókal 2. september 2010 20:00 Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Að þessu sinni verða sýnd sex verk á Lókal-hátíðinni, tvö íslensk, eitt þýskt og fjögur frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Hátíðina skipuleggja Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir. „Við ákváðum að hafa norræna áherslu á hátíðina í ár en buðum Rimini Protokoll, leikhópi frá Berlín sem hlaut Evrópsku leiklistarverðlaunin 2008, sem sérlegum gesti." HeimildarverkAð sögn Ragnheiðar má skipta verkum hátíðarinnar í tvo flokka: heimildarverk og afbyggjandi verk. Í fyrri flokkinn falla verk Rimini Protokoll, norska sýningin Draumurinn og íslensku sýningarnar Nígerusvindlið og The Great Group of Eight.„Í sýningu Rimini Protocol stígur fram kona, blaðamaður reyndar, sem segir frá ævi sinni sem hófst í Suður-Kóreu, þar sem hún fannst pökkuð inn í dagblöð. Hún var ættleidd til Þýskalands og þegar hún vildi síðar leita uppruna síns hafði hún ekkert í höndunum. Hún leitaði því til Decode og fékk genakort wkemur Íslandstengingin. Sýningin fjallar meðal annars gagnrýnið um ættleiðingar og það er mjög áhugavert. Draumurinn er sjónræn sýning og um leið persónuleg frásögn leikarans og fellur undir skilgreininguna heimildarverk. Sama má segja um íslensku sýningarnar tvær." Afbyggjandi verkÍ seinni flokknum eru verk sem ganga út á afbyggingu þekktra leiktexta. „Í dönsku sýningunni leikur hópurinn sér með Dverginn eftir Pär Lagerkvist, undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Í sænsku sýningunni fara tveir leikarar með öll hlutverk í Afturgöngum Ibsens. Og í finnsku sýningunni má segja að hafi verið snúið á kerfið. Hópurinn sóttist eftir því að setja upp Undantekninguna eftir Brecht en fékk ekki leyfi frá ættingjum skáldsins. Hópurinn ákvað því að búa til sína eigin útgáfu af verkinu." Norræn verk orðið útundanNorræna áhersla hátíðarinnar leiðir hugann að því að nýleg norræn leikrit hafa verið afar fátíð í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Undir það tekur Ragnheiður.„Það er dálítið merkilegt. Okkur datt þessi norræna áhersla í hug á finnskri leiklistarhátíð fyrir tveimur árum. Þar sáum við meðal annars uppfærslur af verkum sem höfðu verið tilnefnd til Norrænu leiklistarverðlaunanna og hugsuðum einmitt af hverju þessi verk væru ekki sýnd á Íslandi. Okkar getgáta er sú að íslenskt leikhúsfólk sé of gjarnt á að líta sér fjær. Það er gífurleg gróska og mikil samvinna í leikhúslífi hinna Norðurlandanna, sem við höfum því miður ekki tekið mikinn þátt í. Í starfi mínu sem deildarforseti leiklistardeildar LHÍ finn ég hins vegar að það er að verða ákveðin vakning í samstarfi við norræna skóla og á eflaust eftir að verða vísir að meiru. Á erlendri tunguÖll leikrit hátíðarinnar eru flutt á frummálinu, fyrir utan verk Rimini Protokoll, sem er á ensku. Ragnheiður telur tungumálaörðugleika ekki eiga eftir að setja strik í reikninginn. „Flestir hafa einhverja kunnáttu í norðurlandamálum en á heimasíðu okkar og við inngang sýninganna má nálgast úrdrátt á ensku fyrir öll verkin, nema Dverginn. Það vill hins vegar svo til að þessar sýningar eru allar mjög sjónrænar og innihalda mikla tónlist, svo flestir ættu að geta notið þeirra." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Að þessu sinni verða sýnd sex verk á Lókal-hátíðinni, tvö íslensk, eitt þýskt og fjögur frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Hátíðina skipuleggja Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir. „Við ákváðum að hafa norræna áherslu á hátíðina í ár en buðum Rimini Protokoll, leikhópi frá Berlín sem hlaut Evrópsku leiklistarverðlaunin 2008, sem sérlegum gesti." HeimildarverkAð sögn Ragnheiðar má skipta verkum hátíðarinnar í tvo flokka: heimildarverk og afbyggjandi verk. Í fyrri flokkinn falla verk Rimini Protokoll, norska sýningin Draumurinn og íslensku sýningarnar Nígerusvindlið og The Great Group of Eight.„Í sýningu Rimini Protocol stígur fram kona, blaðamaður reyndar, sem segir frá ævi sinni sem hófst í Suður-Kóreu, þar sem hún fannst pökkuð inn í dagblöð. Hún var ættleidd til Þýskalands og þegar hún vildi síðar leita uppruna síns hafði hún ekkert í höndunum. Hún leitaði því til Decode og fékk genakort wkemur Íslandstengingin. Sýningin fjallar meðal annars gagnrýnið um ættleiðingar og það er mjög áhugavert. Draumurinn er sjónræn sýning og um leið persónuleg frásögn leikarans og fellur undir skilgreininguna heimildarverk. Sama má segja um íslensku sýningarnar tvær." Afbyggjandi verkÍ seinni flokknum eru verk sem ganga út á afbyggingu þekktra leiktexta. „Í dönsku sýningunni leikur hópurinn sér með Dverginn eftir Pär Lagerkvist, undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Í sænsku sýningunni fara tveir leikarar með öll hlutverk í Afturgöngum Ibsens. Og í finnsku sýningunni má segja að hafi verið snúið á kerfið. Hópurinn sóttist eftir því að setja upp Undantekninguna eftir Brecht en fékk ekki leyfi frá ættingjum skáldsins. Hópurinn ákvað því að búa til sína eigin útgáfu af verkinu." Norræn verk orðið útundanNorræna áhersla hátíðarinnar leiðir hugann að því að nýleg norræn leikrit hafa verið afar fátíð í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Undir það tekur Ragnheiður.„Það er dálítið merkilegt. Okkur datt þessi norræna áhersla í hug á finnskri leiklistarhátíð fyrir tveimur árum. Þar sáum við meðal annars uppfærslur af verkum sem höfðu verið tilnefnd til Norrænu leiklistarverðlaunanna og hugsuðum einmitt af hverju þessi verk væru ekki sýnd á Íslandi. Okkar getgáta er sú að íslenskt leikhúsfólk sé of gjarnt á að líta sér fjær. Það er gífurleg gróska og mikil samvinna í leikhúslífi hinna Norðurlandanna, sem við höfum því miður ekki tekið mikinn þátt í. Í starfi mínu sem deildarforseti leiklistardeildar LHÍ finn ég hins vegar að það er að verða ákveðin vakning í samstarfi við norræna skóla og á eflaust eftir að verða vísir að meiru. Á erlendri tunguÖll leikrit hátíðarinnar eru flutt á frummálinu, fyrir utan verk Rimini Protokoll, sem er á ensku. Ragnheiður telur tungumálaörðugleika ekki eiga eftir að setja strik í reikninginn. „Flestir hafa einhverja kunnáttu í norðurlandamálum en á heimasíðu okkar og við inngang sýninganna má nálgast úrdrátt á ensku fyrir öll verkin, nema Dverginn. Það vill hins vegar svo til að þessar sýningar eru allar mjög sjónrænar og innihalda mikla tónlist, svo flestir ættu að geta notið þeirra." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira