Enski boltinn

O´Shea ekki meira með í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að Írinn stóri, John O´Shea verði ekki meira með félaginu í vetur vegna meiðsla.

O´Shea hefur ekki spilað síðan í umspilsleik Íra og Frakka. Í fyrstu var talið að meiðsli Írans væru léttvæg en nú hefur annað komið í ljós.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir United í vetur sem hefur verið án margra leikmanna í vetur og þá sérstaklega varnarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×