Enski boltinn

N'Gog fórnarlamb kynþáttaníðs í gær

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ngog fagnar öðru marka sinna í gær.
Ngog fagnar öðru marka sinna í gær. AFP

UEFA hefur staðfest að það rannsaki meintan kynþáttaníð í garð franska framherjans David N´Gog hjá Liverpool.

Hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Rabotnicki í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en stuðningsmenn liðsins eru sakaðir um að líkja eftir apa með látbragði og hljóðum að N´Gog.

"Við vitum af málinu en við erum að bíða eftir skýrslum og ummælum dómarans."

Makedóníumenn hafa áður verið gerendur í kynþáttaníðarmáli, árið 2003 lentu Emile Heskey, Ashley Cole og Sol Campbell í svipuðu atviki með landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.