Tónlist

Björk fær tónlistarnóbelinn

Tinni Sveinsson skrifar
"Það er heiður að fá að koma til Svíþjóðar og taka á móti Polar-tónlistarverðlaununum. Takk,“ segir Björk meðal annars í myndbandinu.
"Það er heiður að fá að koma til Svíþjóðar og taka á móti Polar-tónlistarverðlaununum. Takk,“ segir Björk meðal annars í myndbandinu.
Björk Guðmundsdóttir var valin verðlaunahafi Polar-tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2010. Þetta eru sænsk verðlaun sem Svíar kalla Nóbelsverðlaun tónlistarinnar. Þau voru stofnuð árið 1989 af Stikkan Anderson, útgefanda Abba.

Ítalska tónskáldið Ennio Morricone hlýtur einnig verðlaunin en tveir listamenn eru valdir árlega. Ennio og Björk eiga að mæta í galaveislu í tónlistarhöll Stokkhólms 31. ágúst. Þar afhendir Karl Gústaf Svíakonungur Pólarverðlaunin en þeim fylgir ein milljón sænskra króna.

Dómnefndin fer fögrum orðum um Björk og hennar feril. Kallar hana óhamið náttúruafl sem gerir hlutina eftir eigin lagi. Morricone segir hún lyfta tilveru okkar á æðra plan.

Hér er kynningarmyndband Svíanna fyrir verðlaunaveitingu Bjarkar þar sem farið er yfir feril hennar, allt frá barnaplötunni á áttunda áratugnum til dagsins í dag.

Hér er kynningarmyndband Svíanna fyrir verðlaunaveitingu Ennio Morricone.



Fyrri verðlaunahafar Polar-verðlaunanna:

1992 Paul McCartney og Eystrasaltslöndin

1993 Dizzy Gillespie og Witold Lutoslawski

1994 Nikolaus Harnoncourt og Quincy Jones

1995 Elton John og Mstislav Rostropovich

1996 Pierre Boulez og Joni Mitchell

1997 Eric Ericson og Bruce Springsteen

1998 Ray Charles og Ravi Shankar

1999 Stevie Wonder og Iannis Xenakis

2000 Bob Dylan og Isaac Stern

2001 Burt Bacharach, Robert Moog og Karlheinz Stockhausen

2002 Sofia Gubaidulina og Miriam Makeba

2003 Keith Jarrett

2004 B.B. King og György Ligeti

2005 Gilberto Gil og Dietrich Fischer-Dieskau

2006 Valery Gergiev og Led Zeppelin

2007 Steve Reich og Sonny Rollins

2008 Renée Fleming og Pink Floyd

2009 José Antonio Abreu & El Sistema og Peter Gabriel










Fleiri fréttir

Sjá meira


×