Enski boltinn

Sunderland fær Hutton á láni frá Tottenham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alan Hutton.
Alan Hutton. Nordic photos/AFP

Sunderland hefur krækt í hægri bakvörðinn Alan Hutton frá Tottenham en knattspyrnustjórnn Harry Redknapp hjá Tottenham staðfesti fregnirnar í samtali við Sky sports fréttastofuna í morgun.

Hutton hefur verið úti í kuldanum hjá Tottenham undanfarið og fastlega var búist við því að hann mynda fara frá Lundúnafélaginu í janúar.

West Ham var einnig talið vera á eftir Hutton en Sunderland virðist nú hafa unnið kapphlaupið um skoska landsliðsmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×