Íslenskt í beinni hjá Kerrang! 9. apríl 2010 06:00 Sign skartar nýjum trommuleikara á sínum fyrstu tónleikum í langan tíma í kvöld. Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolution, koma fram á Localice-tónleikum á Nasa í kvöld. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldnir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com. „Við erum búsettir í Bretlandi líka og höfum verið að vinna fyrir iTunes. Við töluðum við Kerrang! því okkur fannst góð hugmynd að sýna íslensk bönd úti án þess að þau þurfi að fljúga út. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið gert mikið áður,“ segir Arnar Helgi Hlynsson hjá Localice. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þessi bönd. Þau hafa verið að spila mörg á Kerrang!-kvöldum á Airwaves. Þeir virðast hafa einhvern áhuga á íslensku rokki og metal.“ Localice hefur unnið mikið við framleiðslu á myndefni og upptökum fyrir tónlist bæði í Bretlandi og á Íslandi. Sex myndavélar á vegum fyrirtækisins verða á Nasa í kvöld og geta einungis þeir sem eru búsettir í Bretlandi séð tónleikana á Kerrang!-síðunni. Stefnt er að því að svipaðir tónleikar verði haldnir á nokkurra mánaða fresti í framtíðinni. Húsið opnar klukkan 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. - fb Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolution, koma fram á Localice-tónleikum á Nasa í kvöld. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldnir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com. „Við erum búsettir í Bretlandi líka og höfum verið að vinna fyrir iTunes. Við töluðum við Kerrang! því okkur fannst góð hugmynd að sýna íslensk bönd úti án þess að þau þurfi að fljúga út. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið gert mikið áður,“ segir Arnar Helgi Hlynsson hjá Localice. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þessi bönd. Þau hafa verið að spila mörg á Kerrang!-kvöldum á Airwaves. Þeir virðast hafa einhvern áhuga á íslensku rokki og metal.“ Localice hefur unnið mikið við framleiðslu á myndefni og upptökum fyrir tónlist bæði í Bretlandi og á Íslandi. Sex myndavélar á vegum fyrirtækisins verða á Nasa í kvöld og geta einungis þeir sem eru búsettir í Bretlandi séð tónleikana á Kerrang!-síðunni. Stefnt er að því að svipaðir tónleikar verði haldnir á nokkurra mánaða fresti í framtíðinni. Húsið opnar klukkan 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. - fb
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“