Enski boltinn

Keane til Sunderland og Jones til Liverpool?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Nordic photos/AFP

Það er klárlega engin vöntun á slúðurmolum í bresku dagblöðunum í dag á lokadegi félagsskiptagluggans.

Mörg blöð greina frá því í dag að Sunderland sé að reyna að fá framherjann Robbie Keane frá Tottenham og spá því jafnframt að fari svo að knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland nái að landa Keane þá sé hann tilbúinn að selja framherjann Kenwyne Jones til Liverpool.

Jones hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið en til þessa hefur Bruce verið tregur til þess að ganga að samningaborðinu og hefur hann ennfremur gagnrýnt Liverpool fyrir ófagmannleg vinnubrögð í eltingaleik sínum við framherjann kraftmikla.

Keane hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Tottenham á þessu tímabili og oft þurft að verma varamannabekkinn og því ekki ólíklegt að hann sé tilbúinn að hugsa sér til hreyfings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×