Lífið

Konungsræða Georgs sigursæl á breskri hátíð

Colin Firth var verðlaunaður fyrir leik sinn í Konungsræðu. Carey Mulligan var valin besta leikkonan fyrir Never Let Me Go.
Colin Firth var verðlaunaður fyrir leik sinn í Konungsræðu. Carey Mulligan var valin besta leikkonan fyrir Never Let Me Go.
The King‘s Speech, eða Konungsræðan, hlaut flest verðlaun á hátíð sjálfstæðrar kvikmyndagerðar í Bretlandi sem fram fór á mánudag. Myndinni hefur verið spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsvertíð. Hún segir frá því þegar Georg VI sigraðist á örðugleikum sínum en hann stamaði og átti því erfitt með að tjá sig á opinberum vettvangi eins og kóngi er skylt að gera, ekki síst þegar þjóð hans er á leið í stríð.

Myndinni hefur verið hampað af breskum gagnrýnendum en hún fékk verðlaun fyrir besta handritið, bestu myndina. Þá fóru leikararnir þrír, sem voru tilnefndir fyrir leik sinn í myndinni, allir með sigur af hólmi í sínum flokki; Helen Bonham Carter fyrir túlkun sína á Elísabetu, Colin Firth fyrir leik sinn í hlutverki Georgs VI og Geoffry Rush sem þykir fara á kostum í hlutverki talmeinafræðingsins Lionels Logue.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.