Enski boltinn

Reading mætir WBA í enska bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Búið er að draga í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Íslendingaliðið Reading, sem hefur verið á svaðalegu flugi í bikarnum, tekur á móti WBA.

Ef Leeds klárar Tottenham þá fær liðið næst að glíma við Bolton á Reebok-vellinum.

Man. City tekur síðan á móti Stoke City.

16-liða úrslit FA bikarkeppninnar

Wolves/Crystal Palace – Aston Villa

Man. City  - Stoke

Derby – Birmingham

Bolton – Tottenham/Leeds

Chelsea – Cardiff

Fulham – Notts County/Wigan

Reading – WBA

Southampton – Portsmouth




Fleiri fréttir

Sjá meira


×