Enski boltinn

Babel gæti farið til Birmingham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður Hollendingsins Ryan Babel hjá Liverpool hefur ekki útilokað að svo gæti farið að Babel verði leikmaður Birmingham áður en mánuðurinn er á enda.

Birmingham gerði Liverpool freistandi tilboð í leikmanninn upp á 9 milljónir punda fyrr í mánuðinum.

Liverpool er sagt hafa tekið tilboðinu en Babel á að hafa hafnað því að fara til liðsins.

Babel hefur síðan lent í rifrildi við Rafa Benitez, stjóra Liverpool, og eftir það er hann víst að íhuga það betur að fara til Birmingham.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×