Innlent

Bóndi skaut birnuna og varð steinhissa

Hvítabjörn í Þistilfirði. Mynd/Hilma Steinsdóttir
Hvítabjörn í Þistilfirði. Mynd/Hilma Steinsdóttir

Það var bóndi nærri Óslandi í Þistilfirði sem skaut hvítabjörninn í gær en hann hafði enga hugmynd um að ísbjörn væri í sveitinni. Lögreglan í Þórshöfn hafði áður hringt í alla bændur á því sem svæði sem birnan var. Aftur á móti náðist ekki í tvo bændur, sá sem felldi birnuna var annar þeirra.

Hann var að með sauðfé nærri Óslandi þegar dýrin trylltust skyndilega. Skýringin kom fljótlega þegar Birnan kom aðvífandi. Sjálfur var bóndinn vopnaður veiðiriffli. Hann skaut birnuna tvisvar sinnum og felldi hana í öðru skotinu.

Þrjár skyttur eltu dýrið auk Jóns Stefánssonar, lögreglumanns á Þórshöfn. Þegar þeir komu á vettvang var birnan dauð.

Aðspurður hvort bóndinn hafi ekki orðið steinhissa á því að hafa fellt ísbjörn í sveitinni svarar Jón einfaldlega: „Þú getur rétt ímyndað þér."

Hræ birnunnar var fært til sýnatöku en verður svo stoppuð upp.

Landhelgisgæslan var með eftirlitsflug yfir svæðinu í dag vegna gruns um að annað bjarnadýr gæti verið á sveimi. Ekkert fannst og er leit lokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.