Lífið

Playboy ljósmyndari dæmir í samkeppni Samúels

Marcel Indik, Berglind Ólafsdóttir og Ásdís Rán en hann tók umræddar myndir af þeim báðum.
Marcel Indik, Berglind Ólafsdóttir og Ásdís Rán en hann tók umræddar myndir af þeim báðum.


Bandaríski ljósmyndarinn Marcel Indik hefur samþykkt að taka sæti í dómnefnd Samkeppni Samúels 2010.

Hann hefur um langt skeið verið einn vinsælasti ljósmyndari fræga og fallega fólksins í Hollywood, og tekið á móti mörgum þekktum leikurum, söngvurum og ofurfyrirsætum í stúdíói sínu við Melrose. Þeirra á meðal Angelinu Jolie, en hana myndaði hann fyrst fyrir meira en áratug.

Marcel Inik er þekktur fyrir myndir sem hann hefur tekið fyrir Playboy, FHM og Maxim. Myndaði hann meðal annars Ásdísi Rán þegar hún tók þátt í Milljón dollara keppninni hér um árið.

Hann hefur einnig tekið glæsilegar myndir af Berglindi Ólafsdóttur Icey, sem hefur starfað sem módel í Bandaríkjunum í mörg ár. Hún er formaður dómnefndar Samkeppni Samúels og kemur það í hennar hlut að tilkynna úrslitin á glæsilegu lokahófi keppninnar sem haldin verður á Broadway 19. nóvember næstkomandi.

Auk þeirra Berglindar og Marcel Indik sitja tveir aðrir ljósmyndarar í dómnefnd, annar frá Evrópu og hinn frá Suður-Afríku. Fimmti dómarinn er svo brasilíska ofurfyrirsætan Bruno Santos. Dómararnir fimm koma sem sé frá fjórum heimsálfum.

Meðfylgjandi má sjá myndir eftir Marcel af Angelinu Jolie, Berglindi og Ásdísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.