Innlent

Sjúkraflutningar á Suðurlandi með óbreyttum hætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjúkraflutningar á Suðurlandi verða með óbreyttum hætti þrátt fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands annast sjúkraflutninga í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands kemur fram að verkfallið nær ekki til sjúkraflutninga sem stofnunin annast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×