Innlent

Enn hægt að klífa Hnjúkinn

Hvannadalshnúkur er hæsti tindur Íslands.	Fréttablaðið/gVA
Hvannadalshnúkur er hæsti tindur Íslands. Fréttablaðið/gVA
Aðstæður fyrir göngu á Hvannadalshnúk eru góðar þessa dagana þrátt fyrir að komið sé fram yfir miðjan júlí og veturinn hafi verið snjóléttur.

Helsti göngutíminn er í maí og fram yfir miðjan júní en aðstæður til göngu í sumar hafa verið óvenju góðar.

Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn býður upp á göngur á Hvannadalshnúk þrisvar sinnum í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga, og verður þeim ferðum haldið áfram meðan aðstæður leyfa.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×