Innlent

Þyrla Gæslunnar sækir mann frá Grundarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF Líf sótti manninn. Mynd/ Pjetur.
TF Líf sótti manninn. Mynd/ Pjetur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á tólfta tímanum í dag í átt að sjúkrabíl sem flytur slasaðan mann frá Grundarfirði. Maðurinn virðist hafa lamast á vinstri hlið líkamans. Hann hafði átt í ryskingum í nótt en lögreglan segir ekki hægt að fullyrða um að þær séu ástæðan fyrir eymslum sem maðurinn finnur núna fyrir. Maðurinn verður fluttur til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×