Enski boltinn

Dossena kominn til Napoli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dossena í leik með Liverpool í fyrra.
Dossena í leik með Liverpool í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Ítalinn Andrea Dossena hefur nú yfirgefið Liverpool og gert fjögurra og hálfs árs samning við Napoli í heimalandinu.

Frá því var greint fyrr í vikunni að þetta stæði til en nú hefur verið gengið frá kaupunum. Talið er að Napoli greiði um fjórar milljónir punda fyrir Dossena sem náði aldrei að festa sig í sessi hjá Liverpool.

„Ég er mjög ánægður með að klæðast Napoli-treyjunni. Ég hef valið að ganga til liðs við stórt félag með ríka hefð og metnaðarfullt verkefni. Ég get ekki beðið eftir fyrsta leiknum," sagði Dossena á heimasíðu Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×