Fótbolti

Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane hefur raðað inn mörkum í búningi Celtic.
Robbie Keane hefur raðað inn mörkum í búningi Celtic. Mynd/Getty Images
Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig.

Robbie Keane skoraði markið á 62. mínútu leiksins en þetta var tólfta mark í síðustu tólf leikjum. Vítið var dæmt á varnarmann Hibernian fyrir að sparka í andlit Celtic-mannsins Aiden McGeady.

Það er þó fátt sem kemur í veg fyrir að Rangers tryggi sér skoska meistaratitilinn annað árið í röð því eftir 1-0 sigur liðsins á Hamilton í gær þarf liðið aðeins að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til þess að verða skoskur meistari í 53. sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×