Lífið

Vill láta koma sér á óvart

Rachel McAdams. MYND/Bang Showbiz
Rachel McAdams. MYND/Bang Showbiz

Leikkonan Rachel McAdams, 33 ára, og mótleikari hennar í myndinni Midnight in Paris, Michael Sheen eiga í ástarsambandi en hún segist stundum vera of vinaleg við mótleikara sína.

Rachel átti í löngu ástarsambandi við leikarann Ryan Gosling eftir að þau léku saman í myndinni The Notebook.

„Vanaleg tengist ég mótleikara mínum tilfinningalega á settinu. Ég er ekki feimin og ég er með sjálfstraust sem ég nota hiklaust í vinnunni en ég er yfirleitt allt of vinaleg og það kemur mér oftar en ekki í vandræði," sagði Rachel.

„Það er engin ein týpa af karlmönnum sem ég laðast sérstaklega að en ég vil láta koma mér á óvart," sagði hún.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.