Innlent

Átján milljónir vegna nýs kerfis

Fyrsta hverfi Akureyrar tekur upp þriggja íláta kerfi í þessum mánuði. Önnur fylgja fljótlega. Fréttablaðið/Pjetur
Fyrsta hverfi Akureyrar tekur upp þriggja íláta kerfi í þessum mánuði. Önnur fylgja fljótlega. Fréttablaðið/Pjetur
Kaup á ílátum fyrir lífrænt sorp kosta Akureyrarbæ um 18 milljónir króna.

Frá því er greint á fréttamiðlinum vikudagur.is að bærinn hafi samið við Promens Dalvík um kaup á tæplega sex þúsund ílátum, en það sé gert vegna nýrra samninga um sorphirðu í Akureyrarbæ þar sem tekið verði í notkun svokallað þriggja íláta kerfi. Haft er eftir Helga Má Pálssyni, deildarstjóra hjá framkvæmdadeild Akureyrar, að hvert ílát kosti um þrjú þúsund krónur. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×