Fótbolti

Gríðarleg öryggisgæsla á HM í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður alþjóðleg löggæsla á HM.
Það verður alþjóðleg löggæsla á HM.

Lögreglumenn frá allt að 25 löndum verða við störf á HM í Suður-Afríku í sumar. Þess utan verður lögreglulið heimamanna vel mannað og öll þáttökulönd senda löggæslufólk á svæðið.

Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Interpol í gær en hann var þá í skoðunarferð í Suður-Afríku og tók hann meðal annars út alla keppnisleikvangana.

Interpol segir að menn séu við öllu búnir og muni berjast gegn mögulegum hryðjuverkamönnum, skipulagðri glæpastarfsemi og fótboltabullum af fullum krafti.

Hann sagði engar vísbendingar vera um að hryðjuverkasamtök ætluðu að láta til sín taka á mótinu en allur væri varinn góður.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×