Enski boltinn

Mun City bjóða 100 milljónir punda í Torres?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Stjórnarformenn City eru yfir sig ánægðir með nýja þjálfarann, Roberto Mancini og eru tilbúnir að borga 100 milljónir punda fyrir framherja Liverpool, Fernando Torres til að tryggja að liðið verði í toppbaráttunni.

Ef samningar nást við Spánverjann knáa þá verður hann fyrsti leikmaður úrvaldsdeildarinnar til að hafa 200 þúsund pund í vikulaun.

Liverpool-liðinu hefur gengið brösulega í vetur og ef þeir ná ekki meistaradeildarsæti þá er líklegt að Torres sé tilbúinn að færa sig um set.

Fernando Torres hefur verið allt í öllu á Anfield síðan að hann kom til liðsins árið 2007, skorað 50 mörk í 63 byrjunarliðsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×