Scarlett Johansson og Ryan Reynolds litu ekki út fyrir að vera hjón þegar þau skruppu til Sviss í sumar. Þau, sem tilkynntu á þriðjudaginn að þau ætluðu að skilja eftir næstum tveggja ára hjónaband, sýndu hvort öðru lítinn áhuga á ferðalagi sínu.
„Það voru engir kossar eða faðmlög og það leit ekki út fyrir að þau hefðu verið gift í jafnstuttan tíma, í tvö ár,“ sagði heimildarmaður við vefsíðuna RadarOnline.com, og því ljóst að brestir hafa verið í hjónabandinu í einhvern tíma. Annar heimildarmaður segir einnig að þau hafi reynt að láta líta út fyrir að allt væri í lagi á milli þeirra, þegar þau eyddu þakkargjörðarhátíðinni með fjölskyldu leikkonunnar, en hún hafi síðar beðið um skilnað.