Jóhanna söng Helga nótt fyrir Monocle 11. desember 2010 10:30 Jóhanna Guðrún ásamt Friðriki Karlssyni í hljóðveri breska tímaritsins Monocle. Jóhanna söng meðal annars Ó helga nótt á íslensku í þættinum. „Þeir báðu mig bara um að koma og ég söng þarna fimm lög,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona. Breska tímaritið Monocle bauð henni til London til að koma fram í útvarpsþætti tímaritsins sem það heldur úti í ansi glæsilegu hljóðveri sínu. Starfsmenn Monocle eru ansi hrifnir af Jóhönnu því þetta er í annað sinn sem hún mætir í hljóðverið og syngur, hún gerði slíkt hið sama í fyrrasumar. Jóhanna flaug út strax á mánudagsmorgni eftir að hafa sungið á fernum Jólagesta-tónleikum í Laugardalshöllinni þá helgi. „En maður fær alveg svakalega góða meðhöndlun hjá þeim enda stórt tímarit og svo fékk ég að vinna með Friðriki Karlssyni, ég kalla alltaf í hann þegar ég er í London.“ Jóhanna söng tvö ný lög sem verða væntanlega á nýrri plötu. Og svo íslenska jólalagið Ó helga nótt. „Þeir báðu mig alveg sérstaklega um það, að syngja jólalag á íslensku.“ Söngkonan er ákaflega upptekin í mánuðinum en í kvöld koma Jólagestir Björgvins í heimsókn til Akureyrar. Jóhanna hefur hins vegar síður en svo fengið nóg af ferðalögum því hún hyggst heimsækja nokkrar kirkjur á landinu og halda litla tónleika ásamt kærastanum sínum, gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni. „Þetta eiga að vera svona fjölskyldutónleikar með hátíðlegum og poppuðum jólalögum í bland,“ en jólalag sem þau sömdu saman er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Þau skötuhjú verða í Reykholti hinn 17. desember og svo verða tónleikar í Keflavík, á Grundarfirði og á Egilsstöðum.- fgg Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Þeir báðu mig bara um að koma og ég söng þarna fimm lög,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona. Breska tímaritið Monocle bauð henni til London til að koma fram í útvarpsþætti tímaritsins sem það heldur úti í ansi glæsilegu hljóðveri sínu. Starfsmenn Monocle eru ansi hrifnir af Jóhönnu því þetta er í annað sinn sem hún mætir í hljóðverið og syngur, hún gerði slíkt hið sama í fyrrasumar. Jóhanna flaug út strax á mánudagsmorgni eftir að hafa sungið á fernum Jólagesta-tónleikum í Laugardalshöllinni þá helgi. „En maður fær alveg svakalega góða meðhöndlun hjá þeim enda stórt tímarit og svo fékk ég að vinna með Friðriki Karlssyni, ég kalla alltaf í hann þegar ég er í London.“ Jóhanna söng tvö ný lög sem verða væntanlega á nýrri plötu. Og svo íslenska jólalagið Ó helga nótt. „Þeir báðu mig alveg sérstaklega um það, að syngja jólalag á íslensku.“ Söngkonan er ákaflega upptekin í mánuðinum en í kvöld koma Jólagestir Björgvins í heimsókn til Akureyrar. Jóhanna hefur hins vegar síður en svo fengið nóg af ferðalögum því hún hyggst heimsækja nokkrar kirkjur á landinu og halda litla tónleika ásamt kærastanum sínum, gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni. „Þetta eiga að vera svona fjölskyldutónleikar með hátíðlegum og poppuðum jólalögum í bland,“ en jólalag sem þau sömdu saman er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Þau skötuhjú verða í Reykholti hinn 17. desember og svo verða tónleikar í Keflavík, á Grundarfirði og á Egilsstöðum.- fgg
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira