Enski boltinn

Huntelaar og Flamini verða áfram hjá AC Milan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Klaas-Jan Huntelaar.
Klaas-Jan Huntelaar. Nordic photos/AFP

Framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og miðjumaðurinn Mathieu Flamini hafa staðfest við ítalska fjölmiðla að þeir hafi í hyggju að vera áfram í herbúðum AC Milan, í það minnsta út yfirstandandi keppnistímabil.

Huntelaar hafði ítrekað verið orðaður við félög á borð við Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildnni en Hollendingurinn hefur ekki fundið sig í ítölsku deildinni eftir félagsskipti sín þangað frá Real Madrid.

Frakkinn Flamini var hins vegar sagður vera undir smásjá Manchester City en hann hefur heldur ekki náð sömu hæðum á Ítalíu og hann náði með Arsenal á Englandi á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×