Enski boltinn

Lífið hjá Blackpool eins og í utandeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
DJ Campbell, leikmaður Blackpool, er hæstánægður með lífið hjá félaginu því það minnir hann á ensku utandeildina.

Campbell er 29 ára gamall en hóf feril sinn í utandeildarliðinu Yeading og skrifaði fyrst undir atvinnumannasamning fyrir fimm árum síðan.

Blackpool er eitt af litlu liðunum í ensku úrvalsdeildinni og það hentar Campbell vel að eigin sögn.

„Ég hef verið hjá félögum sem þykja nokkuð stór, eins og Birmingham og Leicester. Þar er allt gert fyrir mann," sagði Campbell.

„En þannig er það ekki hjá Blackpool og lífið hér minnir mig á þann tíma sem ég var að spila í utandeildinni."

„Maður þarf sjálfur að þvo búninginn og æfingaaðstaðan er ekki sú flottasta. En það hentar mér vel að þurfa að þvo af mér sjálfur og heldur mér í góðum tengslum við veruleikann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×