Litlaust hjá Brasilíu og Portúgal sem komust áfram - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 15:53 Lucio og Cristiano Ronaldo berjast um boltann í dag. Nordic Photos / Getty Images Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira