Litlaust hjá Brasilíu og Portúgal sem komust áfram - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 15:53 Lucio og Cristiano Ronaldo berjast um boltann í dag. Nordic Photos / Getty Images Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira