Litlaust hjá Brasilíu og Portúgal sem komust áfram - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2010 15:53 Lucio og Cristiano Ronaldo berjast um boltann í dag. Nordic Photos / Getty Images Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Brasilía og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslit HM í Suður-Afríku eftir steindautt markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils. Í hinum leiknum vann Fílabeinsströndin 3-0 sigur á Norður-Kóreu en bæði þessi lið sitja eftir eins og allt útlit var fyrir hvort eð er. Stórstjörnunar í liðum Brasilíu og Portúgals gáfu afar lítið af sér í leik liðanna í dag. Portúgal lagði áherslu á að verjast enda þurfti liðið eitt stig úr leiknum til að gulltryggja sætið í 16-liða úrslitunum. Sigur hefði hins vegar komið Portúgal á topp riðilsins. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í leiknum og einn besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, fékk úr afar litlu að moða. Brasilíumenn sóttu meira og voru nærri því að skora. Nilmar fékk besta færið er hann átti skot af stuttu færi sem Eduardo, markvörður Portúgals, varði í stöng. Luis Fabiano skallaði svo framhjá undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari komst portúgalska liðið í ágæta skyndisókn sem lauk með því að boltinn barst fyrir markið á Raul Meireles sem var nálægt því að lauma knettinum í markið. Sigur Fílabeinsstrandarinnar á Norður-Kóreu var sanngjarn og hefði auðveldlega getað orðið stærri. Hefði Portúgal tapað með minnsta mun í dag hefði Fílabeinsströndin þurft að skora átta sinnum gegn Norður-Kóreu. Svo mörg urðu mörkin þó ekki. Það byrjaði þó ágætlega og Yaya Toure kom Fílabeinsströndinni yfir með marki strax á 14. mínútu með mjög snotru skoti frá vítateigslínunni. N'dri Romaric bætti öðru við aðeins sex mínútum síðar er hann skallaði inn boltann eftir að skot Didier Drogba hafnaði í slánni. En þó svo að þeir grænklæddu hefðu sótt mun meira kom næsta mark ekki fyrr en undir lok leiksins. Varamaðurinn Salomon Kalou var þar að verki. Brasilía mætir liðinu sem verður í öðru sæti í H-riðli í 16-liða úrslitum á mánudagskvöldið en Portúgal þarf að kljást við topplið H-riðils í sinni viðureign á þriðjudagskvöldið. Lokaumferðin í H-riðli fer fram í kvöld. Þar mætast Chile og Spánn annars vegar og hins vegar Sviss og Hondúras. Samantektir úr leikjunum má finna með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira