Lífið

Mótmæli í FB

Eydís Helga Árnadóttir skrifar
Nemendur að mótmæla
Nemendur að mótmæla
Nemendur gengu um skólann með trommu og gítarspil og sungu með og hvöttu samnemendur sína til að taka þátt, Dóri DNA kom og var með uppistand og fengum við svo trúbadorana Baldur og Eggert til að koma og spila fyrir okkur í hádeginu.

Nemendur hafa enn ekki gefið upp alla von og ætlar Morfísliðið okkar að taka á móti Guðrúnu Hrefnu og Stefáni Benediktssyni í matsalnum í hádegishlénu og halda opin fund um árshátíðarmál. Þeim sem vilja gefst síðan kostur á að segja sína skoðun á málinu og spyrja spurninga.

Nemendafélagið, sem og fleiri nemendur, telja árshátíðina eina atburðinn sem sameinar alla nemendur FB, því þeir eru vissulega fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri.

Nemendafélagið bauðst til þess í ár til að koma til móts við skólayfirvöld með því að kaupa auka gæslu; fleiri gæslumenn og gæslu alla nóttina, bjóða foreldrafélaginu sem og öðrum foreldrum að taka þátt í að árshátíðin gangi vel og að vera með Edrúpottinn sem NFB hefur verið með á öðrum böllum.

Edrúpotturinn virkar þannig að þú tekur þá ákvörðun að mæta edrú á ball, blæst þá í áfengismæli og kemst í pottinn ef þú ert edrú, svo eru dregin út nokkur nöfn og þeim fengin verðlaun.

Er það einlægur ásetningur nemenda að leysa málið friðsamlega og í sátt við alla.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FB fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×