Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda 2. febrúar 2010 06:00 Fréttablaðið/Arnþór Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira