Innlent

Útlendingar veiða sér til matar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fréttavefurinn Skessuhorn segir að í vikunni hafi í tvígang borið á sauðaþjófnaði í Borgarfirði og í Dölum. Í gær hafi fundist leifar af lambi í Norðurárdal í Borgarfirði og hafi kjötið verið hirt. Hræið hafi verið sambærilegt og það sem fannst undir brúnni yfir Miðá í Mið-Dölum á mánudaginn.

Málið er óupplýst en Skessuhorn hefur eftir Helga Kristjánssyni fyrrum frístundabónda í Ólafsvík að ekki sé um Íslendinga að ræða.

„Heldur tel ég að þarna séu á ferð útlendingar sem koma til landsins í þeim tilgangi að lifa á landinu. Þeir ferðast um á húsbílum og veiða sér til matar. Þetta er ævintýrafólk sem veit hvað náttúran á Íslandi hefur uppá að bjóða en ég hef þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötnunum. Ég veit að í fyrra hurfu fjögur til fimm lömb við Jökulháls og lömb hafa horfið víðar á Snæfellsnesi. Ég hef grun um að hér hafi verið sauðaþjófur á ferð en þeir ferðast um fáfarna vegi og fara snemma af stað á morgnanna. Þó svo að Íslendingar séu engir englar þá kunna þeir þetta ekki og nenna þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum," segir Helgi Kristjánsson í samtali við Skessuhorn.

Vefur Skessuhorns.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.