Innlent

Hreiðar Már farinn frá sérstökum saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már var handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Mynd/ Stefán.
Hreiðar Már var handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Mynd/ Stefán.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fór í lögreglufylgd frá húsakynnum sérstaks saksóknara um eittleytið í dag.

Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá fyrr í dag var Hreiðar Már úrskurðaður í 12 daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegið.

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×