Enski boltinn

Martin O'Neill: Wembley var langt í burtu þegar þeir komust í 2-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Mynd/AFP
Aston Villa komst í kvöld í úrslitaleik deildarbikarsins á Wembley eftir 6-4 sigur á Blackburn í ótrúlegum seinni leik liðanna sem fram fór á Villa Park. Villa vann fyrri leikinn 1-0 og því 7-4 samanlagt.

„Þetta var ótrúlegur leikur og það leikur enginn vafa á því. Við gerðum vel í að koma aftur til baka eftir að lenda 2-0 undir en Blackburn spilaði mjög vel. Við áttum samt skilið að komast á Wembley ef við lítum á þessa tvo leiki í heild," sagði Martin O'Neill, stjóri Aston Villa eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd minna leikmanna. Við byrjuðum leikinn mjög taugastrekktir og fengum á okkur tvö ódýr mörk í upphafi en komum okkur á grimmdinni aftur inn í leikinn," sagði Martin O'Neill.

„Þetta var mikil spenna í upphafi leiks og Wembley var langt í burtu þegar þeir komust í 2-0," sagði O'Neill.

„Við urðum bara að skora mark og koma okkur aftur inn í leikinn. Við héldum þá að það væri nóg að skora tvö mörk en við skoruðum sex og vorum samt ekki alveg öryggir með sigurinn," sagði O'Neill um þennan ótrúlega leik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×