Fótbolti

Tvíburar verða lukkudýr EM 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukkudýr EM 2012.
Lukkudýr EM 2012. Mynd/AP
Það er farið að styttast í næsta Evrópumót í fótboltanum sem fram fer í Póllandi og Úkraínu sumarið 2012. Undankeppnin er komin á fullt og nú hafa mótshaldarar frumsýnt lukkudýr keppninnar.

Að þessu sinni eru það eineggja og brosandi tvíburar sem verða lukkudýr keppninnar en það er þó ekki enn er búið að finna nöfn á kappana. Þeir eru að sjálfsögðu í búningum Póllands og Úkraínu sem halda keppnina saman að þessu sinni.

Íbúum Póllands og Úkraínu verður boðið að senda inn nöfn á þessa tvíburabræður fram að 15. desember en eftir það kemur í ljós um hvaða nöfn verður kosið.

Það voru einnig tvö lukkudýr á síðasta Evrópumóti þegar Svisslendingar og Austurríkismenn héldu keppnina saman. Þau fengu á endanum nafnið Trix og Flix.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×