Sakar Íslending á Spáni um ofsóknir og líflátshótanir 23. júlí 2010 10:24 Það er hér í hinni friðsælu byggð í Alicante á Spáni sem Bjarni segir hræðilegar ofsóknir hafa átt sér stað. Starfsmaður fyrirtækisins Costablanca.is segist hafa verið ofsóttur af Íslendingi á Alicante á Spáni. Hann hefur kært manneskjuna til lögreglunnar á Spáni og talað við utanríkisþjónustuna. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins er manneskjan nafngreind og sögð vera geðsjúk. „Þessi geðsjúki einstaklingur hefur jafnframt setið um heimili folks á Spáni og haldið uppi fölskum asökunum í garð Íslendinga búsetta a Spáni m.a. um nauðgun, morð og önnur ólögleg athæfi. Dæmi eru um ítrekaðar líflátshótanir gagnvart tilteknum Íslendingum a Spáni sem reyndar var fylgt eftir fyrir nokkru með barsmíðum fyrir utan heimili eins Íslendings," segir orðrétt í tilkynningunni á Costablanca.is en fyrirtækið sér um þjónustu við Íslendinga búsetta á Torrevieja-svæðinu. Þar segir janframt að haft hafi verið samband við yfirvöld á Íslandi og fjölskyldu manneskjunnar. Þá er Íslendingurinn, sem er kona á fertugsaldri, nafngreindur og sagt hvar á Spáni hún búi.Henti hundaskít í húsið mitt Vísir ræddi við starfsmann Costablanca.is sem heitir Bjarni Sigurðsson og er lögfræðingur. Bjarni var áður starfsmaður fasteignasölunnar Holts og var árið 2004 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt, skjalafals og fjársvik. Svikin voru sögð nema um 160 milljónum króna. Hann er nú staddur á Íslandi, að eigin sögn til að létta undan álagi en hinar meintu ofsóknir hafa staðið yfir í um tvö ár. Bjarni Sigurðsson, lögfræðingur. „Þetta hófst á því að hún var viðskiptamaður fyrirtækisins og leigði íbúð í gegnum okkur. Síðar fóru samskiptin að taka á sig aðra mynd, hún bað mig til dæmis einu sinni að kíkja í heimsókn til sín og taka upp klámmynd með sér og fá aðra starfsmenn til að vera með. Á endanum tók ég hana á eintal og sagði að þetta væri of langt gengið. Þá byrjaði alls kyns áreiti í bloggheimum, hún hefur stofnað bloggsíður undir fölskum nöfnum og hvarvetna er lokað á hana," segir Bjarni. Vísir staðfesti að manneskjan hefur bloggað undir eigin nafni á bloggvef Morgunblaðsins en þeim síðum hefur verið lokað. „Hún er bara rosalega veik og ég er búinn að gera allt sem ég get gert. Ég talaði við foreldra hennar og utanríkisráðuneytið en ástandið síðustu mánuði hefur verið skelfilegt. Hún hefur setið um heimili okkar, hent hundaskít í húsið og verið með líflátshótanir. Hún hefur haldið því fram að ég og konan mín værum að reka hóruhús og sprauta óléttar konur með heróíni. Þetta er þvílíkur viðbjóður," segir Bjarni.Tilkynningin á heimasíðu Costablanca.isÍslendingar varaðir við Í tilkynningunni á vef Costablanca.is eru Íslendingar á Torrevieja-svæðinu varaðir við konunni. Bjarni segir að flestir þeir Íslendingar sem búi á svæðinu viti af henni en ástandið hafi verið orðið svo slæmt að fyrirtækið hafi ákveðið að vara opinberlega við henni. „Við ákváðum að setja þetta inn. Þetta er bara víti til varnaðar," segir Bjarni og tekur fram að lögreglan á Spáni líti málið alvarlegum augum. „Þeir eru með þetta undir eftirliti og ef einhver beinn atburður á sér stað eigum við að hringja strax inn."Lygar og rógburður Vísir ræddi við konuna sem Bjarni ásakar opinberlega um ofsóknir og að vera andlega vanheil. Hún sagði ásakanir Bjarna úr lausu lofti gripnar.„Ég mun ekki svara honum opinberlega heldur ræða málið við lögfræðinga mína," sagði konan. „Honum verður stefnt vegna þessara ummæla." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Starfsmaður fyrirtækisins Costablanca.is segist hafa verið ofsóttur af Íslendingi á Alicante á Spáni. Hann hefur kært manneskjuna til lögreglunnar á Spáni og talað við utanríkisþjónustuna. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins er manneskjan nafngreind og sögð vera geðsjúk. „Þessi geðsjúki einstaklingur hefur jafnframt setið um heimili folks á Spáni og haldið uppi fölskum asökunum í garð Íslendinga búsetta a Spáni m.a. um nauðgun, morð og önnur ólögleg athæfi. Dæmi eru um ítrekaðar líflátshótanir gagnvart tilteknum Íslendingum a Spáni sem reyndar var fylgt eftir fyrir nokkru með barsmíðum fyrir utan heimili eins Íslendings," segir orðrétt í tilkynningunni á Costablanca.is en fyrirtækið sér um þjónustu við Íslendinga búsetta á Torrevieja-svæðinu. Þar segir janframt að haft hafi verið samband við yfirvöld á Íslandi og fjölskyldu manneskjunnar. Þá er Íslendingurinn, sem er kona á fertugsaldri, nafngreindur og sagt hvar á Spáni hún búi.Henti hundaskít í húsið mitt Vísir ræddi við starfsmann Costablanca.is sem heitir Bjarni Sigurðsson og er lögfræðingur. Bjarni var áður starfsmaður fasteignasölunnar Holts og var árið 2004 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt, skjalafals og fjársvik. Svikin voru sögð nema um 160 milljónum króna. Hann er nú staddur á Íslandi, að eigin sögn til að létta undan álagi en hinar meintu ofsóknir hafa staðið yfir í um tvö ár. Bjarni Sigurðsson, lögfræðingur. „Þetta hófst á því að hún var viðskiptamaður fyrirtækisins og leigði íbúð í gegnum okkur. Síðar fóru samskiptin að taka á sig aðra mynd, hún bað mig til dæmis einu sinni að kíkja í heimsókn til sín og taka upp klámmynd með sér og fá aðra starfsmenn til að vera með. Á endanum tók ég hana á eintal og sagði að þetta væri of langt gengið. Þá byrjaði alls kyns áreiti í bloggheimum, hún hefur stofnað bloggsíður undir fölskum nöfnum og hvarvetna er lokað á hana," segir Bjarni. Vísir staðfesti að manneskjan hefur bloggað undir eigin nafni á bloggvef Morgunblaðsins en þeim síðum hefur verið lokað. „Hún er bara rosalega veik og ég er búinn að gera allt sem ég get gert. Ég talaði við foreldra hennar og utanríkisráðuneytið en ástandið síðustu mánuði hefur verið skelfilegt. Hún hefur setið um heimili okkar, hent hundaskít í húsið og verið með líflátshótanir. Hún hefur haldið því fram að ég og konan mín værum að reka hóruhús og sprauta óléttar konur með heróíni. Þetta er þvílíkur viðbjóður," segir Bjarni.Tilkynningin á heimasíðu Costablanca.isÍslendingar varaðir við Í tilkynningunni á vef Costablanca.is eru Íslendingar á Torrevieja-svæðinu varaðir við konunni. Bjarni segir að flestir þeir Íslendingar sem búi á svæðinu viti af henni en ástandið hafi verið orðið svo slæmt að fyrirtækið hafi ákveðið að vara opinberlega við henni. „Við ákváðum að setja þetta inn. Þetta er bara víti til varnaðar," segir Bjarni og tekur fram að lögreglan á Spáni líti málið alvarlegum augum. „Þeir eru með þetta undir eftirliti og ef einhver beinn atburður á sér stað eigum við að hringja strax inn."Lygar og rógburður Vísir ræddi við konuna sem Bjarni ásakar opinberlega um ofsóknir og að vera andlega vanheil. Hún sagði ásakanir Bjarna úr lausu lofti gripnar.„Ég mun ekki svara honum opinberlega heldur ræða málið við lögfræðinga mína," sagði konan. „Honum verður stefnt vegna þessara ummæla."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent