Innlent

Hagkaup í Skeifunni rýmd vegna freon leka

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að verslun Hagkaupa í Skeifunni í gærkvöldi eftir að skynjarar gáfu til kynna að þar væri eiturefnaleki.

Verslunin var rýmd í skyndi og eiturefnakafarar voru sendir inn, en ástæðan reyndist lítkilsháttar freon leki í kjallara hússins.

Rýmið var lofthreinsað og kælitækjasérfræðingar voru kallaðir á vettvang. Verslunin var opnuð aftur þegar þetta var af staðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×