Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 18:45 Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent