Innlent

Gefur út reglugerð um úthlutun á þorski og ýsu

Jón Bjarnason ráðherra
Jón Bjarnason ráðherra
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um úthlutun á 1100 tonnum af þorski og 800 tonnum af ýsu sem áður hafði verið ráðstafað til línuívilnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Þar segir að úthlutunin nú kemur þó ekki til með að auka áður leyfðan heildarafla í þorski og ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári. „Hér er einungis verið að ráðstafa þeim aflaheimildum er áður hafði verið ráðstafað til línuívilnunar sem ljóst er að ekki munu nýtast til hennar."

„Þannig er í raun ekki um það að ræða að með ákvörðun sinni sé ráðherra að auka leyfilegan heildarafla í tegundunum tveimur, því 1100 tonnum af þorski og 800 tonnum af ýsu sem sýnt þykir að ekki nýtast til línuívilnunar er ráðstafað með öðrum hætti.

Við ákvörðun ráðherra er vísað til heimildar 3.gr. laga nr. 116. frá 2006 þar sem segir að ráðherra sé heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×