Fótbolti

Gourcuff til í að fylgja Blanc frá Bordeaux

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn magnaði leikmaður Bordeaux, Yoann Gourcuff, ætlar ekki að gera langtímasamning við félagið og segist vera til í að fylgja þjálfaranum Laurent Blanc fari svo að hann semji við eitthvað stórlið.

Blanc er orðaður við mörg stór félög þessa dagana eftir að hafa gert frábæra hluti með franska liðið.

„Blanc er mjög mikilvægur fyrir mig. Það var hann sem náði í mig til Milan og ég á honum að þakka hversu vel ég er að spila í dag. Mér líkar vel að spila undir hans stjórn og við erum á sömu blaðsíðu með marga hluti," sagði hinn 23 ára gamli Gourcuff.

„Ef hann fer til stórliðs í Evrópu og vill hafa mig með þá væri ég tilbúinn í það."





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×