Vilja öryggi 6. febrúar 2010 03:30 Öryggisreglur LHG kveða á um að ekki sé farið út fyrir 20 sjómílur nema öryggi flugáhafnar sé tryggt. Það er gert með annarri þyrlu á bakvakt eða að skip á flugleiðinni sé ekki meira en klukkustund að sigla að þyrlunni brotlendi hún í sjónum.fréttablaðið/pjetur Samtök útvegsmanna og sjómanna skora á stjórnvöld að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar svo hún fái sinnt lögbundnu eftirlits- og öryggishlutverki sínu. Tilefnið er alvarleg veikindi sjómanns um helgina á togaranum Sturlaugi Böðvarssyni. LHG gat ekki orðið við beiðni um aðstoð þar sem skipið var um sjötíu sjómílur frá landi og aðeins ein þyrluvakt til taks. Við slíkar aðstæður er þyrla ekki send lengra en tuttugu mílur á haf út. Jakob Örn Haraldsson, skipsverji á Sturlaugi, lýsti því í viðtali við Fréttablaðið í gær hversu hastarlega hann veiktist. Í bráðaaðgerð á Landspítalanum kom í ljós að æð til hjartans var nær alveg stífluð og hann því í bráðri lífshættu. Togarinn var um tíu klukkustundir að sigla í land og var Jakobi „haldið gangandi“ á sprengitöflum og súrefni, eins og hann orðaði það. Landssamband útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna sendu frá sér áskorun í gær vegna þessa máls sem undirstriki að niðurskurður á rekstrarfé LHG ógni öryggi sjómanna á hafi úti. Þeir minna á að Landhelgisgæslunni er ætlað að sinna mjög víðfeðmu hafsvæði og hún gegni mikilvægu öryggishlutverki fyrir íslenska sjómenn. „Upp geta komið tilvik eða aðstæður, þar sem tími til björgunar er svo naumur að þyrla er eina tækið sem sjómenn geta treyst á. Þótt þrengingar séu í ríkisrekstri er það dýrkeyptur sparnaður að vega að ákveðnum grunnþáttum á borð við þyrluþjónustu LHG og þar með öryggi sjómanna á hafi úti. Í viðtölum Fréttablaðsins við sjómenn er undantekningarlaust lýst áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp. Eftir stendur spurning þeirra um hvort það sé réttlætanlegt, og þá í ljósi staðhæfinga stjórnvalda um að byggja upp velferðarríki að norrænni fyrirmynd, að hluti þjóðarinnar þurfi að sætta sig við að lifa í óvissu um hvort hann verði sóttur þegar alvarleg veikindi eða slys ber að höndum. Flugdeildin er dýrasti rekstrarþáttur LHG eða um 60 prósent af heildarkostnaði sem er þrír milljarðar króna. Talið er að með 400 til 500 milljóna króna framlagi ríkisins væri hægt að reka flugdeildina eins og gert var ráð fyrir eftir brotthvarf varnarliðsins og krafist er af samtökum sjómanna og útvegsmanna. svavar@frettabladid.is Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Samtök útvegsmanna og sjómanna skora á stjórnvöld að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar svo hún fái sinnt lögbundnu eftirlits- og öryggishlutverki sínu. Tilefnið er alvarleg veikindi sjómanns um helgina á togaranum Sturlaugi Böðvarssyni. LHG gat ekki orðið við beiðni um aðstoð þar sem skipið var um sjötíu sjómílur frá landi og aðeins ein þyrluvakt til taks. Við slíkar aðstæður er þyrla ekki send lengra en tuttugu mílur á haf út. Jakob Örn Haraldsson, skipsverji á Sturlaugi, lýsti því í viðtali við Fréttablaðið í gær hversu hastarlega hann veiktist. Í bráðaaðgerð á Landspítalanum kom í ljós að æð til hjartans var nær alveg stífluð og hann því í bráðri lífshættu. Togarinn var um tíu klukkustundir að sigla í land og var Jakobi „haldið gangandi“ á sprengitöflum og súrefni, eins og hann orðaði það. Landssamband útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna sendu frá sér áskorun í gær vegna þessa máls sem undirstriki að niðurskurður á rekstrarfé LHG ógni öryggi sjómanna á hafi úti. Þeir minna á að Landhelgisgæslunni er ætlað að sinna mjög víðfeðmu hafsvæði og hún gegni mikilvægu öryggishlutverki fyrir íslenska sjómenn. „Upp geta komið tilvik eða aðstæður, þar sem tími til björgunar er svo naumur að þyrla er eina tækið sem sjómenn geta treyst á. Þótt þrengingar séu í ríkisrekstri er það dýrkeyptur sparnaður að vega að ákveðnum grunnþáttum á borð við þyrluþjónustu LHG og þar með öryggi sjómanna á hafi úti. Í viðtölum Fréttablaðsins við sjómenn er undantekningarlaust lýst áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp. Eftir stendur spurning þeirra um hvort það sé réttlætanlegt, og þá í ljósi staðhæfinga stjórnvalda um að byggja upp velferðarríki að norrænni fyrirmynd, að hluti þjóðarinnar þurfi að sætta sig við að lifa í óvissu um hvort hann verði sóttur þegar alvarleg veikindi eða slys ber að höndum. Flugdeildin er dýrasti rekstrarþáttur LHG eða um 60 prósent af heildarkostnaði sem er þrír milljarðar króna. Talið er að með 400 til 500 milljóna króna framlagi ríkisins væri hægt að reka flugdeildina eins og gert var ráð fyrir eftir brotthvarf varnarliðsins og krafist er af samtökum sjómanna og útvegsmanna. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira