Innlent

Hvers vegna er verið að styrkja listamenn?

Karen Kjartansdóttir skrifar
Alþingismenn tókust á um áherslur í fjárlagafrumvarpinu á þingi í gær.  Þar sagðist Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis ekki skilja hvers vegna verið er að styrkja listamenn. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og verðandi formaður fjárlaganefndar, segir að það verði að koma í veg fyrir að niðurskurðurinn bitni á byggðum landsins.

Mikið ósætti ríkir um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár enda er víða skorið niður og svíður marga undan niðurskurðarhnífnum. Til dæmis má nefna að framlög til flestra listgreina dragast saman í fjárlögum fyrir 2011. En samtals rennur um hálfur milljarður til reksturs tónlistarhússins.

Í umræðum á Alþingi í gær ræddi Ásbjörn Óttarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins um þessi vinnubrögð. Kvaðst hann ekki þola tónlistarhúsið og spurði hvers vegna þessir listamennn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×