Lífið

Borða, biðja, elska námskeið - myndband

Borða biðja elska námskeið með Eddu Björgvins og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur  verður haldið 26. október næstkomandi á Maður lifandi í Borgartúni.

Um er að ræða námskeið sem gengur út að efla andlega og líkamlega líðan þar sem unnið er í þessum grunnþáttum þegar kemur að gleði, kærleik og næringu.

Á Léttbylgjunni er í gangi leikur fyrir hópa sem geta skráð sig og átt kost á því að sækja umrætt námskeið, fá glæsilegan málsverð auk þess sem allur hópurinn fær bókina og boðsmiða á myndina sem allar konur verða að sjá.

Sjá má viðtal við Eddu Björgvins leikkonu og Arndísi Thorarensen framkvæmdastjóra í meðfylgjandi myndskeiði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.