Innlent

Óheppilegt að hún rannsaki

Grétar Mar Jónsson
Grétar Mar Jónsson
Það væri óheppilegt að fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að leiða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á meintum mannréttindabrotum Ísraels, að mati Grétars Mars Jónssonar, fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins.

Grétar hefur sent mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem hann gerir grein fyrir þessari afstöðu sinni. Hann telur Ingibjörgu óheppilegan valkost þar sem hún hafi ekki brugðist við mannréttindabrotum í fiskveiðistjórnunarkerfinu í tíð sinni sem formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×