Enski boltinn

Tottenham setur verðmiða á Keane

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Nordic photos/AFP

Sunderland og West Ham eru talin vera í baráttu um að fá framherjann Robbie Keane á láni frá Tottenham en samkvæmt Daily Mirror vill Lundúnafélagið fá eina milljón punda fyrir að leigja út írska landsliðsmanninn fram á sumar.

Þar fyrir utan gerir Tottenham ráð fyrir því að viðkomandi félög borgi launakostnað Keane upp á 70 þúsund pund á viku.

Framherjinn Roman Pavlyuchenko er einnig orðaður við félagaskipti frá Tottenham í dag en ólíklegt verður að teljast að báðir framherjarnir fari nema þá að knattspyrnustjórinn Harry Redknapp fái í það minnsta einn framherja í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×