Lífið

Hollywood stígur í vænginn við Óskar frænda

Gagnrýnendur spá því að The Social Network eigi eftir að ná sér í komandi Óskarsverðlaun með nokkrum glæsibrag. Colin Firth þykir koma sterklega til greina sem sigurvegari í karlaflokki fyrir leik sinn í The King‘s Speech og Natalie Portman er enn sem komið er sigurstrangleg fyrir The Black Swan. Hún mun þó eflaust fá harða samkeppni frá Nicole Kidman fyrir Rabbit Hole og Halle Berry í Frankie and Alice.
Gagnrýnendur spá því að The Social Network eigi eftir að ná sér í komandi Óskarsverðlaun með nokkrum glæsibrag. Colin Firth þykir koma sterklega til greina sem sigurvegari í karlaflokki fyrir leik sinn í The King‘s Speech og Natalie Portman er enn sem komið er sigurstrangleg fyrir The Black Swan. Hún mun þó eflaust fá harða samkeppni frá Nicole Kidman fyrir Rabbit Hole og Halle Berry í Frankie and Alice.
Um þetta leyti ársins eru tvö orð vinsælust í Hollywood: „Oscar buzz“ eða „Óskarsmöguleiki“. Tilnefningarnar verða ekki tilkynntar fyrr en á nýju ári en aðrar verðlaunahátíðir eru farnar að draga upp víglínuna.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að velta vöngum yfir hvaða myndir, leikarar og leikkonur eigi möguleika á gullkarlinum góða. Þeir nota gjarnan orðin „Oscar buzz“ sem þýðir að viðkomandi mynd, leikari eða leikkona þykir vera í þeim gæðaflokki að hún verðskuldi tilnefningu til Óskarsverðlauna. Svokallað Óskarstímabil í Ameríku er einnig nýhafið og kvikmyndaverin keppast við að frumsýna „vandaðar“ kvikmyndir og kynna þær í fjölmiðlum sem Óskarsvænar.

Og það er kannski ekki seinna vænna. Mánudaginn 27. desember verða kjörseðlar sendir út til Akademíunnar og föstudaginn 14. janúar lýkur kosningu, atkvæðin verða talin og tilnefningarnar tilkynntar við hátíðlega athöfn í Samuel Goldwyn-kvikmyndahúsinu þriðjudaginn 25. janúar. Stóra stundin rennur síðan upp sunnudaginn 27. febrúar. Þangað til leggja starfsmenn kvikmyndaveranna og framleiðendur á sig mikla vinnu við að kynna hugsanlegar keppendur.

Flestir fjölmiðlar vestanhafs telja öruggt að The Social Network, Facebook-myndin eftir David Fincher, verði tilnefnd til Óskarsverðlauna. Sumir ganga jafnvel svo langt að telja spennuna fyrir í flokknum „besta myndin“ alls enga, The Social Network eigi eftir að sigra nokkuð örugglega enda hefur hún sópað til sín verðlaunum hjá gagnrýnendum í New York, Los Angeles og Boston. Þar sem tíu myndir eru tilnefndar er ómögulegt að spá fyrir um hverjar eiga eftir að etja kappi við Facebook-skrímslið, kúreka­tryllirinn True Grit eftir Coen-bræður gæti verið þar á meðal, ástralska kvikmyndin Animal Kingdom hefur fengið frábæra dóma og svo má ekki gleyma vísindaskáldsögu­tryllinum Inception eftir Christopher Nolan.

Í leikaraflokknum hefur ekki borið mikið á Óskarsmöguleikum hvað karlpeninginn varðar. Nafn Justins Timberlake hefur þó verið nefnt í því samhengi en honum þykir takast nokkuð vel upp í margnefndri The Social Network. Orðin hafa einnig verið notuð yfir frammistöðu Colins Firth í The King‘s Speech, kvikmynd um talörðugleika Georgs sjötta sem hann sigrast á með nokkuð sérstökum hætti. Natalie Portman þykir hins vegar vera í forystu hvað varðar Óskarsvænleika snertir fyrir leik sinn í The Black Swan og framleiðendur Frankie and Alice eru farnir að nota orðin tvö til að lýsa túlkun Halle Berry á geðklofasjúklingi. Þá hefur Nicole Kidman fengið svipaðar upphrópanir í blöðunum fyrir kvikmyndina Rabbit Hole. freyrgigja@frettabladid.is







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.